Við trúum því að raunverulegur árangur náist best þegar reynsla og sérfræðiþekking haldast í hendur við fyrsta flokks gagnaöflun og -greiningu.
Við tökum hugmyndir og vinnum úr þeim lausnir sem skila áþreifanlegri uppskeru.
Með því leggjum við grunninn að tímamótaárangri í heimi markaðssetningar og auglýsinga.
Á hverju stigi, frá hugmynd til framkvæmdar, er raunverulegur árangur alltaf leiðarljósið til að tryggja að hver herferð nái tilætluðum markmiðum - og vel það.
Við hjá Optima sérhæfum okkur í að búa til árangursríkar stafrænar auglýsingalausnir sem hjálpa fyrirtækjum að ná til réttra markhópa á réttum tíma. Með sérsniðnum lausnum tryggjum við að markaðsstarfið þitt skili raunverulegum viðskiptum og auknum sýnileika.
Við hjálpum vefsíðunni þinni að skara fram úr í leitarniðurstöðum Google og tryggjum að hún nái betur til viðskiptavina sem eru að leita að þjónustu eins og þeirri sem þú býður upp á.
Við sjáum um stefnumótun, innihaldssköpun og auglýsingar á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram – allt til að byggja upp vörumerkið þitt og auka þátttöku notenda.
Við búum til og stjórnum markvissum herferðum í gegnum Google Ads sem hámarka fjárfestingu þína með því að beina réttum skilaboðum til réttra viðskiptavina.
Við tryggjum að innihald þitt sé bæði áhrifamikið og í takt við markhópinn þinn, hvort sem það eru greinar, myndbönd eða samfélagsmiðlapóstar.
Við fylgjumst stöðugt með árangri markaðsstarfsins með ítarlegri greiningu og skýrslum, svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir og hámarkað árangur.
Hjá okkur mætast sköpunargleði og gagna- og rannsóknardrifin sýn á heiminn.
Þegar verkefnið kemur inn á okkar borð byrjum við áætlanagerðina og sníðum aðgerðaráætlun sem hentar hverju verkefni fyrir sig. Við veljum réttu miðlana og birtingarstrategíuna og greinum árangurinn nánast í rauntíma með frammistöðumælingum. Meðan á herferðinni stendur gerum við nauðsynlegar breytingar til að hámarka árangur og að henni lokinni rýnum við áætlunina, framkvæmd og árangur til að tryggja enn betri afköst í framtíðinni.
Nýttu þér kraft sjónvarpsauglýsinga til að ná til fjölda fólks og hafa varanleg áhrif með grípandi myndbandsefni.
Teymið okkar sníðir stefnu og vefarkitektúr til að tryggja bestu mögulega notendaupplifun vefsíðugesta í samræmi við markmið fyrirtækisins.
Sérsvið okkar liggja í að hanna áhrifaríkar stafrænar aðgerðaáætlanir og fylgja þeim eftir með auglýsinga- eða markaðsherferðum.
Það sem einkennir okkar nálgun er að við miðlum hugmyndum og skilaboðum til viðeigandi markhópa og nýtum til þess nákvæmlega þá miðla og leiðir sem best eru til þess fallin að ná í gegn.
Rannsóknir
Til að skilja viðskiptavininn, markhópa hans og viðskiptaumhverfið notum við bæði þrautreyndar aðferðir og allra nýjustu tækni.
Áætlun
Rannsóknirnar og afrakstur þeirra eru notaðar til að hanna aðgerðaáætlun sem hentar hverju verkefni.
Sköpun
Hér gerast töfrarnir. Með gagnadrifnu innsæi og sérfræðiþekkingu er rétta lausnin fundin.
Birting
Herferð er hleypt af stokkunum og kemur fyrir sjónir almennings. Gagnaöflun hefst samhliða og árangurinn er greindur nánast í rauntíma.
Endurtekningar
Næstu áfangar verkefnisins skipulagðir á grundvelli gagnaöflunar á borð við rakningargreiningar og notendaprófanir.
Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur. Við hlökkum til að heyra frá þér!