Skapandi lausnir í miðlun

Við trúum því að raunverulegur árangur náist best þegar reynsla og sérfræðiþekking haldast í hendur við fyrsta flokks gagnaöflun og -greiningu. 

Hugmyndafræðin

Hugmyndir sem móta framtíðina

Við tökum hugmyndir og vinnum úr þeim lausnir sem skila áþreifanlegri uppskeru.

Með því leggjum við grunninn að tímamótaárangri í heimi markaðssetningar og auglýsinga.

Við tökum hugmyndir og vinnum úr þeim lausnir sem skila áþreifanlegri uppskeru.

Hvað gerum við?

Hér erum við sérfræðingar

Hjá okkur mætast sköpunargleði og gagna- og rannsóknardrifin sýn á heiminn.

Stafrænar herferðir

Með alhliða rannsóknarþjónustu veitum við mikilvæga innsýn sem þú þarft til að öðlast forskot á keppinautana. Frá þróun markaða og neytendahegðunar til greiningar á keppinautum og nýjum tækifærum, eru sérfræðingar okkar uppspretta verðmætra upplýsinga sem auðvelda viðskiptavinum okkar að grípa áður óþekkt tækifæri.

Slika

Gríptu áhorfendur á hvíta tjaldinu

Nýttu þér kraft sjónvarpsauglýsinga til að ná til fjölda fólks og hafa varanleg áhrif með grípandi myndbandsefni.

Slika

Að búa til traustan grunn

Teymið okkar sníðir stefnu og vefarkitektúr til að tryggja bestu mögulega notendaupplifun vefsíðugesta í samræmi við markmið fyrirtækisins.

Slika
Hvernig gerum við það?

Okkar nálgun er algerlega gagnadrifin.

Sérsvið okkar liggja í að hanna áhrifaríkar stafrænar aðgerðaáætlanir og fylgja þeim eftir með auglýsinga- eða markaðsherferðum.

Viðskiptavinir

Agað og einbeitt samstarf skilar bestum árangri

Ferlið okkar

Gagnadrifnar aðgerðir sem byggja á innsæi skila árangri

Það sem einkennir okkar nálgun er að við miðlum hugmyndum og skilaboðum til viðeigandi markhópa og nýtum til þess nákvæmlega þá miðla og leiðir sem best eru til þess fallin að ná í gegn.

Rannsóknir

Til að skilja viðskiptavininn, markhópa hans og viðskiptaumhverfið notum við bæði þrautreyndar aðferðir og allra nýjustu tækni.

Áætlun

Rannsóknirnar og afrakstur þeirra eru notaðar til að hanna aðgerðaáætlun sem hentar hverju verkefni.

Sköpun

Hér gerast töfrarnir. Með gagnadrifnu innsæi og sérfræðiþekkingu er rétta lausnin fundin.

Birting

Herferð er hleypt af stokkunum og kemur fyrir sjónir almennings. Gagnaöflun hefst samhliða og árangurinn er greindur nánast í rauntíma.

Endurtekningar

Næstu áfangar verkefnisins skipulagðir á grundvelli gagnaöflunar á borð við rakningargreiningar og notendaprófanir.

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur. Við hlökkum til að heyra frá þér!