Fréttir

Ný vörulína frá Ricoh - IM fjölnotatæki

10.12.2020

Nú líður senn að því að Ricoh ljúki vegferð sem hófst fyrir rúmu ári síðan þegar vinna við endurbætur á öllum fjölnotatækjum hófst. Þessi vinna hefur skilað afburða góðum tækjum á markaðinn. Ricoh IM tækin henta einstaklega vel fyrir öll fyrirtæki, sama hvort notast er við aðgangsstýrða prentun með hugbúnaðarlausn eða ekki. IM tækin eru fáanleg í mörgum útfærslum með mismunandi aukabúnað, allt eftir þörfum hvers og eins fyrirtækis. 

 

Fyrst ber að nefna að fyrir nokkurm árum kom Ricoh með á markað svokallaða snjallskjái, sem þýðir að notendaviðmótið er sambærilegt og að vinna á spjaldtölvu. Þetta gerði hönnuðum Ricoh kleift að einfalda notendaviðmótið til muna og stórauknir möguleikar fyrir notendur að sérsníða það eftir sínum þörfum. Ricoh IM tækin koma með þriðju kynslóð af þessum skjáum, snarpari en nokkru sinni fyrr. Öll tæki frá Ricoh í þessari línu koma með sama skjá og sama notendaviðmót sem einfaldar notendum lífið til muna, sérstaklega ef fyrirtækið er með fleiri en eitt tæki úr þessari línu. Hver kannast ekki við að þurfa að læra á fjölmörg ólík og flókin tæki. Nú er það úr sögunni. 

 

Notendur geta veitt þjónustuaðila leyfi til að yfirtaka skjáinn á tækinu til að aðstoða með smávægileg mál sem upp geta komið við notkun, þetta getur stytt úrvinnslutíma þjónustubeiðna til muna og hámarkað uppitíma búnaðar. 

 

Öryggismál hafa alltaf verið Ricoh ofarlega í huga á og á þessum tækjum er engin undantekning. Öll Ricoh tæki hafa innbyggt DataOverWriteSecurity System (DOSS) sem yfirskrifar öll gögn sem kunna að vistast tímabundið niður á tæki. Tækin henta einnig fullkomnlega með hugbúnaði sem notaður er til að aðgangsstýra tæki og koma á miðlægri skýjaprentun (Prentský)

 

Öll tækin bjóða núna upp á sjálfvirkar uppfærslur á Firmware sem þýðir að í hvert sinn sem gefnar eru út uppfærslur varðandi virkni eða öryggismál eru tækin ávallt uppfærð. 

 

Snjalltækjanotkun er sífellt að aukast sem þýðir að starfsmenn gera auknar kröfur um að geta nýtt þau í sínum störfum. Með því að sækja smáforrit frá Ricoh er leikur einn að senda gögn í útprentun frá snjalltæki.

 

Notendur fá aðgang að smáforrita verslun þar sem hægt er að bæta við sérsniðnum lausnum sem henta hverju fyrirtæki fyrir sig. Eins er að koma á markaðinn RSI (Ricoh Smart Integration) lausn sem gerir kleift að skanna í fjölmargar skýjaþjónustur og jafnframt sækja gögn í skýjaþjónustur frá tækinu til útprentunar.