Fréttir

Heidelberg umboðið til Optima

08.05.2020

Nýverið gekk Optima frá kaupum á öllum lager og öðru tilheyrandi sem tengist sölu tækja og rekstrarefna til prentsmiðja frá Origo. Samhliða þessu færðist Heidelberg umboðið til Optima og erum við mjög ánægð með að fá jafn öflugt og þekkt merki í okkar birgjahóp. Heidelberg á sér langa og farsæla sögu sem teygir sig 170 ár aftur í tímann. Með þessu styrkir Optima stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í öllu sem tengist prentun og prentlausnum, hvort sem það er skrifstofuprentun, stafræn prentun eða offset prentun.