Fréttir

Falsaðir seðlar í umferð

28.01.2020

Nýverið bárust fregnir af því að óprúttnir aðilar hefðu náð að koma fölsuðum evru seðlum í umferð. Falsaðir seðlar valda fyrirtækjum tjóni sem ekki fæst bætt. Optima býður einfalda lausn sem auðveldar starfsfólki að skera úr um hvort seðill er falsaður eða ekki. 

 

Fyrirtæki geta sett starfsfólki verklagsreglur þegar tekið er við erlendum seðlum þannig að allir seðlar skuli fara í gegnum skanna sem sker úr um gildi þeirra. Hver skönnun tekur einungis 0,5 sek þannig að ekki er um tímafrekt ferli að ræða sem tefur afgreiðslu viðskiptavina. 

 

Skanninn les 7 öryggispunkta á seðlum og sýnir bæði sjónræna og hljóðviðvörun við fölsunum. Skanninn les 9 gjaldmiðla EUR, USD, GBP, CHF, PLN, SEK, NOK, DKK, HUF.

Smelltu hér til að skoða í netverslun