Fréttir

Prentský og persónuvernd

18.02.2019

Optima hefur um árabil boðið viðskiptavinum sínum lausnir sem auka gagnaöryggi í tengslum við útprentanir á gögnum. Lausnir sem koma í veg fyrir að viðkvæm og mögulega persónugreinanleg gögn liggi ósótt á prenttækjum.Auk þess ná fyrirtæki allajafna fram talsverðum sparnaði í rekstri samhliða innleiðingu á lausnum sem þessum. 
 

Prentlausnin heitir Prentský og hefur verið innleidd hjá fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undanfarin ár. Á hverjum degi nota tugþúsundir starfsmanna um allt land okkar lausn með frábærum árangri.

 

Notendaviðmót á prenttækjum er einfalt og straumlínulagað, Einungis er notast við einn prentrekil (e.driver) óháð fjölda tækja og prentverkið er einfaldlega leyst út á því tæki sem er næst notanda hverju sinni. 

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og fáðu að vita meira um Prentský og hvað við getum gert fyrir þitt fyrirtæki.