Fréttir

Nýtt fjölnotatæki með innbyggðum skilríkjaskanna

10.01.2019

Ricoh SP C361SFNW

Ricoh hefur sett á markað nýtt A4 lita-fjölnotatæki sem hentar mjög vel fyrir minni aðila eða deildir fyrirtækja. Tækið er á frábæru verði og ódýrt í rekstri. Það kemur með innbyggðum skilríkjaskanna sem hentar einstaklega vel fyrir bílaleigur, hótel eða aðra aðila sem skrá skilríki viðskiptavina.

 

Ricoh SP C361SFNW býður upp á allar helstu aðgerðir sem kröfur eru gerðar um í nútíma skrifstofuumhverfi. 

Tækið er einstaklega notendavænt með nýjum 7" snjallskjá og matara sem skannar beggja megin í einu (Single Pass Document Feeder). Tækið er hagkvæmt í rekstri og fyrirferðalítið.  Hentar vel fyrir útprentun á bilinu 1500-7500 bls á mánuði. 

 

Tækið býður upp á skönnun í helstu skýjaþjónustur, s.s. Dropbox, One Drive og Google Drive. 

Smelltu hér til að kynna þér helstu möguleika nánar, nálgast bækling eða ganga frá kaupum.