Fréttir

Ricoh Theta V 4K er komin

03.09.2018

Ricoh Theta V

Ricoh Theta V er nýjasta vélin í 360° fjölskyldunni. Það eru fjölmargar nýjungar sem koma í þessari týpu, helst ber að nefna að nú tekur hún upp myndskeið í 4K upplausn. Einnig keyrir hún á Android stýrikerfi sem gerir það kleift að hlaða smáforritum inn á hana. 

 

Vélin býr yfir mörgum flottum eiginleikum s.s. að streyma í 4K upplausn, t.d inn á Youtube. Vélin tekur upp hljóð allan hringinn sem er mikill kostur þegar tekin eru upp myndskeið. 

Ricoh Theta V tekur upp hágæða myndir og er einstaklega góð þegar tekið er upp í litlum birtuskilyrðum. 

Hægt er að nota myndavélina sem fjarstýringu til að skoða myndir á skjá. Nú býður vélin einnig upp á Bluetooth samskipti við snjalltæki í stað eingöngu yfir þráðlaust net. Gagnaflutningur yfir í snjalltæki er allt að 10x hraðvirkari en í eldri týpum. 

 

Hægt er að stilla vélina á tíma sem kemur sér vel þegar snjalltæki er ekki notað til að stýra henni. 

Hér hefur eingöngu verið stiklað á stóru af þeim fjölmörgu eiginleikum sem Ricoh Theta V býður uppá, fyrir þá sem vilja kynna sér Ricoh Theta V nánar mælum við með theta360.com

 

Hér finnur þú vélina í netverslun okkar. 

 

Ricoh Theta V hentar frábærlega í leik og starfi. Vélin er tilvalin í útivistina, sportið, vinnustaðinn, til að festa á flygildi (dróna). Hægt að fá úrval aukahluta eins og einfót (monopad) vatnsvarin box, vatnsheld box fyrir köfun, hulstur og fleira.