Fréttir

Frábært tæki fyrir minni skrifstofur og einyrkja

02.11.2017

Nýlega kom á markað Ricoh SP 3600SF fjölnotatæki frá Ricoh. Þetta tæki hentar vel fyrir þá sem þurfa mikið fyrir lítið. Tækið er búið öllum helstu eiginleikum sem nútíma skrifstofa þarf á að halda. Tækið er nett og passar því vel í lítið rými.

 

Tækið er afkastamikið þó lítið sé, það prentar 30 bls á mínútu í svarthvítu og er með duplex möguleika, ásamt því að bjóða upp á ljósritun, skönnun og fax. 

 

Smelltu hér til að fara yfir í netverslun okkar þar sem ítarlegri lýsing er á tækinu ásamt því sem þar er hægt að nálgast bækling.