Fréttir

Aukið öryggi með seðlaboxi

06.03.2017

Seðlabox

Seðlabox frá ChubbSafes á heima í öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem tekið er á móti reiðufé. Skv. nýjustu tölum frá Seðlabanka Íslands þá var andvirði seðla í umferð tæpir 57 milljarðar um síðustu mánaðarmót. Seðlabox er ódýr, örugg og fyrirferðalítil lausn til að koma fjármunum í öruggt skjól jafnóðum.

 

ChubbSafes hefur framleitt öryggisskápa í meira en 200 ár með frábærum árangri. Optima hefur í sölu breiða línu skápa sem hentar bæði heimilum og öllum stærðum fyrirtækja, fjármálastofnana og öðrum sem hafa verðmæti undir höndum. 

Seðlabox undir borði

 

Seðlaboxið er ný útfærsla af svokölluðum innlagnarhólfum en hingað til hefur einungis verið til stærri útfærsla sem hentar betur fyrir uppgjör en staka seðla. Með seðlaboxinu er því auðveldara að koma fjármunum í skjól jafnóðum og með því koma í veg fyrir hættu á þjófnaði. Boxið er með seðlarauf og rafrænum talnalás sem hægt er að forrita þannig að hann læsist í allt að fimm mínútur ef rangt númer er slegið inn. Það er fyrirferðalítið og auðvelt að festa undir afgreiðsluborð.

 

Nánari upplýsingar um vöruna er að finna í netverslun okkar, einnig veita söluráðgjafar okkar allar frekari upplýsingar. Seðlaboxið er á sérstöku kynningarverði í mars mánuði.

Við sendum hvert á land sem er.