Fréttir

Nýjung hjá Optima - Ricoh Interactive Whiteboard

28.01.2016

Ricoh Interactive Whiteboard

Við kynnum til leiks Ricoh Interactive Whiteboard, en um er að ræða 55” gagnvirkan snertiskjá sem er kjörinn fyrir fundarherbergi, kynningar, hugmyndavinnu og kennslu.

Ricoh Interactive Whiteboard býður upp á fjölmarga möguleika sem gera fundina, kennsluna eða aðra vinnu auðveldari á alla vegu. Hægt er að tengja allt að 8 töflur saman sem og deila efni á milli skjáa í rauntíma á mismunandi starfsstöðvum. Efni sem verður til er auðvelt að senda í tölvupósti, vista eða prenta. 

 

Hægt er að tengja 20 snjalltæki, spjaldtölvur, borð- eða fartölvur við hverja töflu og þannig er hægt er að fylgjast með öllu sem fram fer. Fjöldi tengimöguleika eins og HDMI, audio, DVI, VGA, Displey Port, LAN, USB. Auðvelt að tengja við fjarfundarbúnað (Picture-in-picture)

 

Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu möguleikum sem búnaðurinn býður uppá. Kíktu við hjá okkur að Vínlandsleið 6-8 (með aðgengi frá Guðríðarstíg) og kynntu þér málið nánar, erum með uppsetta töflu í sýningarsal.