Fréttir

Ný tækni frá Ricoh

03.11.2014

Nýlega kynnti Ricoh til leiks nýja tækni í stjórnborði fjölnotatækja. Um er að ræða skref sem færir notendaviðmót fjölnotatækja nær daglegu umhverfi notenda, með tilkomu sneritskjás sem virkar eins og spjaldtölva, en hann er 10,1" wide Super VGA.

 

Skjárinn er uppbyggður eins og hefðbundnar spjaldtölvur og snjallsímar þ.e hægt er að draga til táknmyndir, búa til möppur og setja upp "smáforrit" á skjá sem sýna t.d. tóner stöðu. Hægt er að skoða vefsíður beint frá skjá tækis og jafnvel prenta þær út. Skjárinn er valmöguleiki á völdum tækjum. 

Í sýningarsal Optima er að finna tæki með samskonar skjá, kíktu við og kynntu þér málið nánar. 

 

Hægt er að kynna sér tæknina betur hér!