Scan Coin seðlatalningavél SC8220

Vörunúmer : 158-sc8220-000


Scan Coin 8220 seðlatalningavél. Öflug seðlatalningavél sem telur allt að 22 mismunandi gjaldmiðla. Vélin er mjög auðveld í notkun og viðmót er einstaklega notendavænt. Vélin er með innbyggðum vörnum til að nema falsaða seðla og eru reglulega sendar út uppfærslur á hugbúnað til að vera skrefi á undan nýjustu aðferðum við fölsun seðla. 3 forstillingar með mismunandi talningahraða, auðvelt að komast að seðlum sem mögulega kunna að flækjast í tæki. Vélin er með tvö úthólf og setur hún seðla sem ekki standast kröfur í annað þeirra án þess að stöðva talningu, sem lágmarkar tafir.