Ricoh Theta V 4K 360

Vörunúmer : 108906


Ricoh Theta V er nýjasta myndavélin sem tekur myndir og myndskeiðí 360°. Vélin tekur myndskeið í 4K upplausn og myndir í 12mp. Hún tekur einnig upp hljóð með 4 rása míkrafón sem fangar hljóð úr öllum áttum. 

 

Vélin getur tengst snjalltækjum sem keyra á Android og IOS stýrikerfum og þannig er hægt að fjarstýra henni í gegnum smáforrit. Auðvelt er að sækja myndir af vélinni þráðlaust inn á snjalltækið og deila t.d. beint inn á Facebook eða Youtube hvar og hvenær sem er. 

 

Hægt er að streyma í 4K upplausn, t.d. inn á Youtube. Nýtt í V módelinu er að nú keyrir vélin á Android stýrikerfi og mögulegt að setja inn smáforrit (plug-in) sem eru sérstaklega ætluð fyrir hana. 

 

Myndavélin hentar frábærlega í leik og starfi, þú sérð hlutina í víðara samhengi með Ricoh Theta. Við mælum með að skoða theta360.com, en þar er að finna flottar 360°myndir og myndskeið ásamt öllu því sem þú þarft að vita um Ricoh Theta 360° vélarnar.