Ri 2000 Direct to Garment

Vörunúmer : 342380


Ricoh Ri 2000 Direct to Garment skilar einstökum gæðum og hraða í fatamerkingum. Það er einfalt í notkun og er byggt með hraða, nákvæmni og endingu að leiðarljósi
 
Með Ri 2000 er fljótlegt og einfalt að prenta á föt sem á að merkja í litlu upplagi. 
 

Öllum aðgerðum er stýrt á 7" lita-snertiskjá, þar eru verk valin sem á að prenta og tækið er útbúið snjall-áminningum sem segja til um hvenær þörf er á viðhaldi og hreinsun. Þar til gerður búnaður er settur í tækið og það sér sjálft um að klára verkið. 

 

Hægt er að fá mismunandi stærðir og gerðir af plötum allt eftir því hvað er verið að prenta hverju sinni. Plötunum er skipt út með einu handtaki en þær festast með segli. 

Ri 2000 prentar í allt að 1200x1200 dpi og er útbúið 8 prenthausum. Prentar á bómull og pólýester eða blöndu af hvoru tveggja á allt að 30 mm þykkt efni. 

 

Þegar prentað er á dökkt efni er settur hvítur grunnur þar sem það á við og litirnir síðan keyrðir yfir. 

 

 

Ricoh Ri 2000 prentar beint á boli, ermar, derhúfur, skó, púða, svuntur og fleira. Láttu hugmyndaflugið ráða. Hér að ofan má nálgast myndband sem sýnir tækið í notkun sem og bækling ítarlegri upplýsingum. Tækið hentar íslenskum markaði afar vel.