Aðgangsstýrður lyklaskápur


Meddikey lyklaskápar frá Medarca eru auðveldir í umgengni og tryggja örugga og rekjanlega notkun lykla.  Auðvelt er að sjá hvaða starfsmaður hefur tekið hvaða lykil og hvenær. Allar aðgerðir eru skráðar þannig að hægt er að fletta upp notkunarsögu aftur í tímann. 

 

Skápinn er hægt að fá í nokkrum útfærslum fyrir þann fjölda lykla sem þörf er á. Skápurinn er með innbyggðum hugbúnaði sem talar við miðlægan þjón, hægt er að tengja eins marga skápa og þörf er á inn á sama þjóninn. Skáparnir geta verið staðsettir á mismunandi stöðum á meðan þeir eru á sama fyrirtækjaneti. 

 

Lyklaskápar henta inn í margvíslega starfsemi þar sem nauðsynlegt er að stýra aðgangi að lyklum. Má þar nefna fyrirtæki sem hafa fjölda bifreiða til umráða fyrir starfsfólk, bílaleigur, bílasölur, heimahjúkrun og öryggisfyrirtæki svo dæmi séu nefnd. 

Mögulegt er að bæta við upplýsingaskjá ef þörf er á sem veitir öllum starfsmönnum yfirsýn yfir lyklastöðu hverju sinni. 

 

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og bókaðu kynningu. Erum með uppsettan skáp í sýningarsal okkar á Suðurlandsbraut 6.