Aðgangsstýrður lyfjaskápur


 
Meddibox lyfjaskáparnir frá Medarca tryggja örugga og rekjanlega meðhöndlun lyfja.  Lyfjaskáparnir henta inn í margvíslega starfsemi, má þarf nefna hjúkrunarheimili, dagvistanir, meðferðarstofnanir og fleiri staði þar sem lyf eru gefin skjólstæðingum. 

 

Skápinn er hægt að fá í nokkrum útfærslum, með mismunandi stærð og fjölda hólfa. Skápurinn er með innbyggðum hugbúnaði sem talar við miðlægan þjón, hægt er að tengja eins marga skápa og þörf er á inn á sama þjóninn. Þrátt fyrir að skápurinn sé hugsaður sem lyfjaskápur getur hann nýst undir aðra hluti sem þarf að stýra aðgang að.

 

 
Skápurinn hentar vel til að stýra lyfjagjöfum einstaklinga, t.d. er hægt að nota hvert hólf undir eina lyfjategund eða einstakling. Lyfjategundir eru stofnaðar eða lesnar inn í kerfið, magn lyfja sem sett er í hólf er skráð inn og skráist út eftir því sem af er tekið. Auðvelt að setja upp áætlun fyrir hvern og einn skjólstæðing, tíðni lyfjagjafa, hvenær dagsins skal gefa lyfið og magn.  Þetta tryggir það að rétt lyf er gefið í réttum skammti á réttum tíma.

 

 

Einnig er hægt að setja upp áminningar fyrir aðra hluti sem þarf að sinna í tengslum við skjólstæðinga. Kerfið býður upp á rekjanleika þar sem hægt er að sjá yfirlit yfir hvenær viðkomandi starfsmaður skráði sig inn og hvaða lyf var tekið.

Mögulegt er að bæta við upplýsingaskjá sem gefur góða yfirsýn yfir lyfjagjafir framundan ásamt áminningum ef lyfjagjöf gleymist. 

 

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar og bókaðu kynningu. Erum með uppsettan skáp í sýningarsal okkar á Suðurlandsbraut 6.