Þjónusta

Tæknisvið
Optima starfrækir verkstæði í húsnæði sínu að Vínlandsleið. Á verkstæði Optima er fyrirtaks aðstaða til að standsetja, bilanagreina og mæla búnað á mjög skilvirkan hátt. Tæknimenn okkar eru sérmenntaðir í ferlum er lúta að bilanagreiningu. Þegar kemur að viðgerðum og viðhaldi búnaðar er í flestum tilfellum hægt að sinna því á staðnum hjá viðskiptavini og ljúka verki þar. 

Optima hefur að jafnaði alla varahluti til á lager sem þarf til að þjónusta tæki. Starfsmenn Optima fá þjálfun frá framleiðendum þeirra tækja sem þeir þjónusta, einnig búa flestir að bakgrunni sem nýtist í starfi. Öflug símenntunarstefna viðheldur getu og auðveldar þróun starfsmanna hjá Optima.

Fjarvöktun búnaðar
Með fjarvöktun búnaðar fær tæknisvið okkar tilkynningu um að huga þurfi að tæki. Teljarastöður tækja eru einnig sendar inn í þjónustukerfi okkar sem lætur þá vita ef tími er komin á fyrirbyggjandi viðhald tækja með það að markmiði að hámarka uppitíma búnaðar. Einnig er það úr sögunni að panta þurfi tóner þar sem búnaður lætur vita þegar fer að vanta nýjan og þá er hann sendur af stað til viðskiptavinar.