Prentlausnir

 

Prentský

Um er að ræða miðlægt prentumsjónarkerfi sem hentar öllum stærðum og gerðum fyrirtækja og stofnana. Með innleiðingu á slíku kerfi næst fram aukið gagnaöryggi, lægri prentkostnaður og aukin yfirsýn svo fátt eitt sé nefnt. Lausnin felst meðal annars í því að öll prentuð skjöl eru send í eina sameiginlega prentbiðröð sem síðan er leyst út með aðgangskorti eða lykilnúmeri. Þannig er notandi ekki háður einu tæki og getur prentað út sín skjöl óháð staðsetningu svo framarlega sem að prenttækið sé tengt inn á fyrirtækjanetið. 
 

Ávinningur 

  • Að jafnaði 25-40% lækkun á sýnilegum rekstrarkostnaði
  • Aukið gagnaöryggi í prentun og skönnun
  • Fækkun prenttækja í staðinn fyrir fullkomnari tæki sem veita notendum betri þjónustu. 
  • Betri yfirsýn yfir notkun og kostnaðarskiptingu.
  • Þekktur kostnaður og auðveldari áætlanagerð.
  • Tölvudeild getur í auknum mæli einbeitt sér að kjarnastarfsemi og notendum.

Við rekum prentumhverfið fyrir þig

Tæknimenn Optima búa yfir gríðarlegri reynslu í rekstri prentumhverfa. Með því að láta okkur sjá um það getur þitt fyrirtæki einbeitt sér að kjarnastarfsemi. 
 

Innleiðing og kennsla

Innleiðing á Prentský er þægileg í alla staði fyrir þitt fyritæki, við sjáum um verkið. Hönnun lausnar, uppsetning búnaðar og kennslu ásamt ítarlegu stuðningsefni fyrir notendur. 
 

Hafðu samband og fáðu nánari kynningu á Prentský !