Fréttir

Tilboðsdagar í desember

06.12.2017

Í desember eru tilboðsdagar hjá Optima. Við bjóðum valdar vörur með allt að 35% afslætti. Nú er tækifærið til að gera góð kaup á prenturum, starfsmannaskápum og öryggisskápum svo fátt eitt sé nefnt. Tilboðin gilda jafnt hvort sem verslað er í netverslun eða með því að hafa samband við söludeild okkar.

 

Smelltu hér til að sjá allar vörur á tilboði.

 

Frábært tæki fyrir minni skrifstofur og einyrkja

02.11.2017

Nýlega kom á markað Ricoh SP 3600SF fjölnotatæki frá Ricoh. Þetta tæki hentar vel fyrir þá sem þurfa mikið fyrir lítið. Tækið er búið öllum helstu eiginleikum sem nútíma skrifstofa þarf á að halda. Tækið er nett og passar því vel í lítið rými.

 

Nettur eldtefjandi öryggisskápur

28.09.2017

Nú höfum við bætt í öryggisskápa flóruna okkar.  Vorum að fá í hús glæsilegan, eldtefjandi öryggisskáp. Skápurinn hentar vel fyrir heimili eða fyrirtæki. Lásinn er öflugur en einfaldur í notkun. 

 

Rýmingarsala á völdum dufthylkjum

07.09.2017

Nú er tækifæri til að gera frábær kaup á dufthylkjum. Við erum að rýma til á lagernum okkar og seljum valin Katun dufthylki í ýmsar gerðir prenttækja á 70% afslætti. Allt á að seljast! 

 

Við erum flutt

21.06.2017

Optima hefur opnað skrifstofu sína og sýningarsal í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Ármúla 13, 3.hæð. Samhliða því hefur lagerinn okkar flutt í Víkurhvarf 2, (neðri hæð) þar er einnig vöruafhending fyrir sóttar pantanir og verkstæðismóttaka.

Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn á nýjan stað!

 

Við flytjum

04.04.2017

Þann 29.maí nk. opnar Optima skrifstofu sína í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Ármúla 13, 3.hæð. Af þeim sökum má búast við að starfsemi fyrirtækisins raskist dagana 24. og 26.maí. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að hafa í för með sér.

Vöruafhending fyrir sóttar vörur verður hér eftir í Víkurhvarfi 2, Kópavogi (aðkoma að baka til)

 

Aukið öryggi með seðlaboxi

06.03.2017

Seðlabox

Seðlabox frá ChubbSafes á heima í öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem tekið er á móti reiðufé. Skv. nýjustu tölum frá Seðlabanka Íslands þá var andvirði seðla í umferð tæpir 57 milljarðar um síðustu mánaðarmót. Seðlabox er ódýr, örugg og fyrirferðalítil lausn til að koma fjármunum í öruggt skjól jafnóðum.

 

Meira fyrir minna - ný sending

10.02.2017

Ricoh MP C2011SP

Við höfum nú tekið inn nýja sendingu af hinu gríðarlega vinsæla A3 lita-fjölnotatæki frá Ricoh, MP C2011SP. Tækið hentar mjög vel starfsemi þar sem þörf er á að geta prentað, skannað og ljósritað í allt að A3 stærð í lit og svarthvítu. 

 

Aukið úrval skjávarpa í netverslun

30.01.2017

SkjávarparVið höfum nú bætt við úrvali skjávarpa frá Ricoh í netverslun okkar. Við höfum á boðstólnum skjávarpa sem henta fyrir ólíkar þarfir eða allt frá minni vörpum fyrir heimilið og skrifstofuna upp í varpa fyrir stóra fundarherbergið eða ráðstefnusalinn.
 

Nýtt A4 lita-fjölnotatæki frá Ricoh

23.01.2017

Ricoh MP C307SPF

Fyrir skömmu kom á markað nýtt og glæsilegt A4 litafjölnotatæki frá Ricoh. Tækið leysir af hólmi fyrri útgáfur af sambærilegum tækjum og hafa margar skemmtilegar viðbætur bæst við sem gefur þessu tæki aukið virði. 

 

Gerðu góð kaup á völdum vörum í netverslun

27.12.2016

Vöruflokkarnir sem um ræðir eru prentbúnaður, skjávarpar og öryggisskápar. Vörur og afslætti má sjá með því að fara inn í þessa flokka í netverslun okkar, tilboð birtast ekki á forsíðu. Athugið að útsalan stendur einungis yfir í nokkra daga eða meðan birgðir endast. 

 

Gleðilega hátíð

23.12.2016

Við óskum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. 

 

Nýr og nettur A4 litaprentari frá Ricoh

15.12.2016

Nýlega kom á markað nýr A4 litaprentari frá Ricoh sem hentar vel þar sem þörf er á litaprentun og plássið af skornum skammti. Ricoh SP C340 er nú á kynningartilboði til áramóta.

 

Nýtt útlit á Air 15 öryggisskáp

07.11.2016

Vinsæli AIR 15 öryggisskápurinn okkar er loksins kominn aftur og nú með andlitslyftingu. Nýtt útlit og enn betri læsing. AIR 15 hentar vel sem öryggisskápur á heimilið eða skrifstofuna.

Er plássleysi að hrjá þig?

22.10.2016

Við kynnum til leiks glænýtt tæki frá Ricoh sem hentar frábærlega í lítil rými Um er að ræða svarthvítt A4 fjölnotatæki með A3 möguleika. Þetta er klárlega nettasta A3 fjölnotatæki sem Ricoh hefur framleitt. Sjón er sögu ríkari.

Prentský er heildarlausn fyrir þitt fyrirtæki

22.07.2016

PrentskýMiðlægt og aðgangsstýrt prentumhverfi er lausnin að lækkun kostnaðar og auknu gagnaöryggi. Reynsla okkar sýnir að hagræðing, með öðrum orðum SPARNAÐUR, á ársgrundvelli getur numið um 25-40%  við innleiðingu á miðlægu prentumsjónarkerfi. 

ÁFRAM ÍSLAND

14.06.2016

Í tilefni af því að Ísland keppir á EM 2016 ætlar ameríska fyrirtækið Katun að taka þátt í gleðinni með okkur Íslendingum. Katun hefur framleitt dufthylki í tæplega 40 ár fyrir flestar gerðir prentara, ljósritunarvélar og önnur fjölnota tæki. 

 

30 fyrstu sem versla Katun prenthylki á tímabilinu 10.júní til 10. júlí fá sendan fótbolta.

 

 

Optima er framúrskarandi !

26.05.2016

Scan Coin

Nýverið hlaut Optima verðlaun á ársfundi umboðsaðila Scan Coin. Verðlaunin sem um ræðir er "Outstanding Distributor Award 2016" en þau eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sölu og þjónustu á Scan Coin mynt- og seðlatalningavélum í fjármálafyrirtækjum. Scan Coin talningavélar hafa verið leiðandi á markaði hér á landi í 35 ár og þær er að finna í bankaútibúum um allt land. 

Starfsmannaskápar í úrvali

14.04.2016

Hjá Optima færðu starfsmannaskápa og munageymslur fyrir starfsmenn í miklu úrvali. Skáparnir eru fáanlegir með mismunandi uppbyggingu, lit og stærð allt eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki.

Skráðu þig á póstlistann

31.03.2016

Póstlisti

Við hvetjum alla til að skrá sig á póstlistann okkar, en skráningarformið er að finna neðar á forsíðunni.Hjá okkur er alltaf eitthvað spennandi í gangi, við segjum fréttir af því sem við erum að fást við hverju sinni, kynnum nýjungar og bjóðum sértilboð á vörum eingöngu fyrir þá sem skráðir eru á listann.