Fréttir

Landspítali semur við Optima

10.10.2018

Nú á dögunum undirrituðu Landspítali og Optima ehf. samning til sex ára um innleiðingu og rekstur á nýju Prentskýi, sem er miðlæg og aðgangsstýrð prentlausn. Undanfarin 7 ár hefur Optima rekið samskonar lausn á Landspítala en í upphafi árs var verkefnið boðið út á ný og varð Optima hlutskarpast í því útboði. 

 

Móttaka viðskiptavina

21.09.2018

Næstu tvær vikur frá 24.sep- 4.okt standa yfir framkvæmdir á skrifstofu okkar í Ármúla 13. Af þeim sökum getum við ekki tekið á móti viðskiptavinum með góðu móti og sýningarsalur er lokaður á meðan þessu stendur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Önnur starfsemi er með óbreyttu sniði, við minnum á símann okkar 588-9000 og netfangið optima@optima.is 

 

Ricoh Theta V 4K er komin

03.09.2018

Ricoh Theta V

Ricoh Theta V er nýjasta vélin í 360° fjölskyldunni. Það eru fjölmargar nýjungar sem koma í þessari týpu, helst ber að nefna að nú tekur hún upp myndskeið í 4K upplausn. Einnig keyrir hún á Android stýrikerfi sem gerir það kleift að hlaða smáforritum inn á hana. 

 

Ný lög um persónuvernd - við getum aðstoðað

17.08.2018

Ný lög um persónuvernd tóku gildi á Íslandi þann 15.júlí sl. Lög þessi setja ríkari kröfur á fyrirtæki og stofnanir um meðferð persónuupplýsinga og takmörkun á aðgengi að þeim.  Til 15.september nk. bjóðum við valdar vörur með ríflegum afslætti sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að standast settar kröfur.

 

Hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina. 

 

Frábær nýjung frá Bisley

22.05.2018

Bisley hefur um áraraðir framleitt hina vönduðu skjalaskápa, starfsmannaskápa og hirslur. Nú hefur fyrirtækið hafið framleiðslu á breiðari vörulínu til að mæta þörfum nútímans. Munaskápar, skrifborð, skrifstofustólar og fleiri lausnir í öllum regnbogans litum.

Optima á Akureyri

16.03.2018

Optima Akureyri

Árið 2013 opnaði Optima söluskrifstofu á Akureyri. Síðan þá höfum við byggt upp starfsemi okkar þar jafnt og þétt og þjónustum nú fjölmörg fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.

Sigurður Aðils er starfandi svæðisstjóri og hefur verið það frá opnun, með honum er tæknimaður sem þjónustar allan búnað á svæðinu ásamt öðrum tæknimönnum Optima.

Ný sending af öryggisskápum

09.02.2018

Chubbsafes

Nú þegar fregnir berast af tíðum innbrotum er enn meiri ástæða til að huga að því hvernig öryggi verðmæta er tryggt. Við hjá Optima höfum langa reynslu af sölu og þjónustu á öryggisskápum frá Chubbsafe.

 

Vorum að fá nýja sendingu í hús með fjölbreyttu úrvali af skápum fyrir heimili og fyrirtæki. Verð frá 23.634 með vsk.

 

Tilboðin halda áfram

15.01.2018

Vegna frábæra undirtekta höfum við ákveðið að framlengja tilboðunum hér í netversluninni út janúar og bætum í. 

Allt að 35% afsláttur af völdum vörum. Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup.

 

Jólakveðja frá Optima

22.12.2017

Jólakveðja

Kæru viðskiptavinir og landsmenn allir. Starfsfólk Optima óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem nú er senn á enda. 

 

Tilboðsdagar í desember

06.12.2017

Í desember eru tilboðsdagar hjá Optima. Við bjóðum valdar vörur með allt að 35% afslætti. Nú er tækifærið til að gera góð kaup á prenturum, starfsmannaskápum og öryggisskápum svo fátt eitt sé nefnt. Tilboðin gilda jafnt hvort sem verslað er í netverslun eða með því að hafa samband við söludeild okkar.

 

Smelltu hér til að sjá allar vörur á tilboði.

 

Frábært tæki fyrir minni skrifstofur og einyrkja

02.11.2017

Nýlega kom á markað Ricoh SP 3600SF fjölnotatæki frá Ricoh. Þetta tæki hentar vel fyrir þá sem þurfa mikið fyrir lítið. Tækið er búið öllum helstu eiginleikum sem nútíma skrifstofa þarf á að halda. Tækið er nett og passar því vel í lítið rými.

 

Nettur eldtefjandi öryggisskápur

28.09.2017

Nú höfum við bætt í öryggisskápa flóruna okkar.  Vorum að fá í hús glæsilegan, eldtefjandi öryggisskáp. Skápurinn hentar vel fyrir heimili eða fyrirtæki. Lásinn er öflugur en einfaldur í notkun. 

 

Rýmingarsala á völdum dufthylkjum

07.09.2017

Nú er tækifæri til að gera frábær kaup á dufthylkjum. Við erum að rýma til á lagernum okkar og seljum valin Katun dufthylki í ýmsar gerðir prenttækja á 70% afslætti. Allt á að seljast! 

 

Við erum flutt

21.06.2017

Optima hefur opnað skrifstofu sína og sýningarsal í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Ármúla 13, 3.hæð. Samhliða því hefur lagerinn okkar flutt í Víkurhvarf 2, (neðri hæð) þar er einnig vöruafhending fyrir sóttar pantanir og verkstæðismóttaka.

Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn á nýjan stað!

 

Við flytjum

04.04.2017

Þann 29.maí nk. opnar Optima skrifstofu sína í nýjum og glæsilegum húsakynnum í Ármúla 13, 3.hæð. Af þeim sökum má búast við að starfsemi fyrirtækisins raskist dagana 24. og 26.maí. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að hafa í för með sér.

Vöruafhending fyrir sóttar vörur verður hér eftir í Víkurhvarfi 2, Kópavogi (aðkoma að baka til)

 

Aukið öryggi með seðlaboxi

06.03.2017

Seðlabox

Seðlabox frá ChubbSafes á heima í öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem tekið er á móti reiðufé. Skv. nýjustu tölum frá Seðlabanka Íslands þá var andvirði seðla í umferð tæpir 57 milljarðar um síðustu mánaðarmót. Seðlabox er ódýr, örugg og fyrirferðalítil lausn til að koma fjármunum í öruggt skjól jafnóðum.

 

Meira fyrir minna - ný sending

10.02.2017

Ricoh MP C2011SP

Við höfum nú tekið inn nýja sendingu af hinu gríðarlega vinsæla A3 lita-fjölnotatæki frá Ricoh, MP C2011SP. Tækið hentar mjög vel starfsemi þar sem þörf er á að geta prentað, skannað og ljósritað í allt að A3 stærð í lit og svarthvítu. 

 

Aukið úrval skjávarpa í netverslun

30.01.2017

SkjávarparVið höfum nú bætt við úrvali skjávarpa frá Ricoh í netverslun okkar. Við höfum á boðstólnum skjávarpa sem henta fyrir ólíkar þarfir eða allt frá minni vörpum fyrir heimilið og skrifstofuna upp í varpa fyrir stóra fundarherbergið eða ráðstefnusalinn.
 

Nýtt A4 lita-fjölnotatæki frá Ricoh

23.01.2017

Ricoh MP C307SPF

Fyrir skömmu kom á markað nýtt og glæsilegt A4 litafjölnotatæki frá Ricoh. Tækið leysir af hólmi fyrri útgáfur af sambærilegum tækjum og hafa margar skemmtilegar viðbætur bæst við sem gefur þessu tæki aukið virði. 

 

Gerðu góð kaup á völdum vörum í netverslun

27.12.2016

Vöruflokkarnir sem um ræðir eru prentbúnaður, skjávarpar og öryggisskápar. Vörur og afslætti má sjá með því að fara inn í þessa flokka í netverslun okkar, tilboð birtast ekki á forsíðu. Athugið að útsalan stendur einungis yfir í nokkra daga eða meðan birgðir endast.