Sagan

Optima ehf. var stofnað árið 1953 og varð það ár fyrst fyrirtækja á Íslandi til að flytja inn og selja ljósritunarvélar, síðan þá hefur fyrirtækið verið í stöðugum rekstri á sömu kennitölu og þróast í takt við áherslubreytingar í greininni m.a. með tilkomu fjölnotatækja og hugbúnaðarlausna. Optima hefur verið í samstarfi við Ricoh International með vörumerkin Nashua, Nashuatech og Ricoh síðan 1965. Auk þess selur og þjónustar Optima ehf. Xerox og Xeikon  prentbúnað og vélar til framleiðsluprentunar. Optima er einnig með umboð fyrir þekkt vörumerki eins og Bisley, Rosengrans, Scancoin og Wincor Nixdorf.

 

 

Optima opnaði nýja skrifstofu á Akureyri á 60 ára afmælisári sínu, 2013 og er því á tveimur stöðum, Ármúla 13 í Reykjavík og Glerárgötu 28 (4.hæð) á Akureyri. Kíktu við og ræddu við sölumenn okkar og ráðgjafa ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þitt fyrirtæki með.